Hvítir mávar (1998-2013)

Hljómsveit sem bar nafnið Hvítir mávar var starfrækt um margra ára skeið, og er e.t.v. enn starfandi í einhvers konar mynd en hún samanstóð af kjarnanum sem myndaði Hljómsveit Ingimars Eydal á sínum tíma og ber nafn helsta stórsmells Helenu Eyjólfsdóttur söngkonu þeirrar sveitar – Hvítu mávar, lagið kom reyndar aldrei út með hljómsveit Ingimars…

Hljómsveit Pálma Stefánssonar (1962-2018)

Hljómsveit Pálma Stefánssonar á Akureyri var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu í mislangan tíma, með mislöngum hléum og yfir langt tímabil, sveitir Pálma nutu töluverðra vinsælda norðan heiða þar sem þær störfuðu en þó var sveit hans Póló mun þekktari, hún er hins vegar ekki til umræðu hér. Hljómsveit Pálma Stefánssonar hin fyrsta starfaði…

Hljómsveit Óðins Valdimarssonar (1961-62)

Söngvarinn Óðinn Valdimarsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni um nokkurra mánaða skeið yfir veturinn 1961 til 62 en sveitin mun líkast til eingöngu hafa leikið á dansleikjum í Alþýðuhúsinu á Akureyri, fjórum sinnum í viku hverri. Meðlimir Hljómsveitar Óðins Valdimarssonar voru auk hans sjálfs þeir Grétar Ingvarsson gítarleikari, Reynir Schiöth píanóleikari, Kristján Páll Kristjánsson bassa-…

Hljómsveit Gunnars Tryggvasonar (1976-77)

Hljómsveit Gunnars Tryggvasonar var sett saman og starfrækt til að leika í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri (Sjallanum) en þar var hún ráðin til starfa sem húshljómsveit til eins árs vorið 1975. Meðlimir sveitararinnar voru þeir Gunnar Tryggvason hljómsveitarstjóri sem lék að öllum líkindum á gítar, Árni Friðriksson trommuleikari, Stefán Baldvinsson [?], Gunnar Ringsted gítarleikari og Þorsteinn…

Póló (1964-69)

Hljómsveitin Póló frá Akureyri var með vinsælustu hljómsveitum norðan heiða um árabil þótt ekki hafi hún skákað veldi Hljómsveitar Ingimars Eydal. Póló sem lék bítlatónlist jafnt á við gömlu dansana, var stofnuð vorið 1964 og mun hafa leikið fyrst opinberlega í Mývatnssveit, meðlimir sveitarinnar voru þá Pálmi Stefánsson harmonikku- og bassaleikari, Gunnar Tryggvason gítarleikari, Steingrímur…

Jóna sterka (1996-98)

Á Akureyri var um skeið starfrækt dixielandsveit undir nafninu Jóna sterka. Skýringin á nafni sveitarinnar hafa ekki fengist en hún starfaði allavega á árunum 1996-98. Meðlimir Jónu sterku voru Reynir Jónsson klarinettuleikari, Þorsteinn Kjartansson tenór saxófónleikari, Atli Guðlaugsson trompetleikari, Guðlaugur Baldursson básúnuleikari, Heimir Ingimarsson túbuleikari, Gunnar H. Jónsson banjóleikari, Guðjón Pálsson píanóleikari og Karl Petersen…

Hljómsveit Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…

Ljósbrá [1] – Efni á plötum

[Ljósbrá [1] – Hljómsveitin Ljósbrá [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 124 Ár: 1973 1. Til Suðurlanda 2. Angur Flytjendur Sævar Benediktsson – bassi Þorleifur Jóhannsson – trommur Ingimar Eydal – hljómborð Gunnar Ringsted – gítar Þorsteinn Kjartansson – flauta Brynleifur Hallsson – gítar og söngur