Húnvetningakórinn í Reykjavík (1966-78)

Húnvetningakórinn í Reykjavík er einn þriggja kóra sem starfað hafa á höfuðborgarsvæðinu í nafni Húnvetninga en einnig má nefna Söngfélagið Húna (1942-58) og Húnakórinn (1993-2018), þessi kór starfaði hins vegar á árunum 1966 til 78. Litlar upplýsingar er að finna um Húnvetningakórinn en hann starfaði líkast til innan Húnvetningafélagsins í Reykjavík, í heimild er talað…

Afmælisbörn 27. mars 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru níu talsins: Páll Einarsson sem er öllu þekktari sem jarðeðlisfræðingur en tónlistarmaður, er sjötíu og átta ára gamall í dag. Páll hefur leikið selló m.a. með Sinfóníuhljómsveitum Íslands, Reykjavíkur og áhugamanna, Palermo kvartettnum og hljómsveit Íslensku óperunnar en einnig á bassa með ýmsum sveitum s.s. Tríói Guðmundar Ingólfssonar, Veislutríóinu og…

Hljómsveit Þorsteins Þorsteinssonar (1994-2011)

Hljómsveit Þorsteins Þorsteinssonar (einnig nefnd Hljómsveit Þorsteins R. Þorsteinssonar) starfaði á árunum 1994 til 2011 að minnsta kosti, framan af líklega nokkuð stopult en nokkuð samfleytt eftir aldamótin. Litlar upplýsingar er að finna um hljóðfæra- og meðlimaskipan sveitarinnar nema í upphafi (1994) en þá skipuðu sveitina líklega Edwin Kaaber gítarleikari, Gunnar Bernburg bassaleikari, Þorvaldur Björnsson…

Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar (1970-73 / 1989-2005)

Þorvaldur Björnsson harmonikkuleikari, tónmenntakennari, organisti og kórstjóri starfrækti hljómsveitir á tveimur tímaskeiðum, annars vegar um og upp úr 1970 og hins vegar um og eftir 1990. Fyrri hljómsveit Þorvaldar Björnssonar lék um nokkurra ára skeið í Ingólfcafe og spilaði þar fyrir gömlu dönsunum. Þessi sveit tók til starfa þar vorið 1970 og lék til ársloka…

Hljómsveit Rúts Hannessonar (um 1950-83)

Harmonikkuleikarinn Rútur Kr. Hannesson starfrækti í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni sem flestar áttu það sammerkt að leika undir gömlu dönsunum, sveitir hans störfuðu langt frá því samfleytt en tímabilið sem hljómsveitir hans störfuðu spannar á fjórða áratug. Hljómsveit Rúts Hannessonar hin fyrsta virðist hafa verið starfrækt á Akureyri laust fyrir 1950 en sú…

Hljómsveit Óskars Guðmundssonar og Þorvaldar Björnssonar (1989)

Haustið 1989 kom fram harmonikkuhljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Hljómsveit Óskars Guðmundssonar og Þorvaldar Björnssonar en hún lék í fáein skipti á dansleikjum Eldridansaklúbbsins Eldingar. Engin frekari deili er að finna á þessari sveit, hverjir skipuðu hana aðrir en Óskar og Þorvaldur – Þorvaldur var þekktur harmonikkuleikari en ekki liggur fyrir hver Óskar var, hér…

H.G. kvartett [2] (1974-77)

Hljómsveit sem bar nafnið H.G. kvartett starfaði um nokkurra ára skeið (á árunum 1974 til 77) sem húshljómsveit í Ingólfscafé þar sem hún lék gömlu dansana. Meðlimir H.G. kvartettsins voru þeir Hreiðar Guðjónsson trommuleikari sem var hljómsveitarstjóri og sá sem skammstöfun sveitarinnar vísar til, Þorvaldur Björnsson píanóleikari og Jón Sigurðsson (Jón í bankanum) harmonikkuleikari en…

Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík (1972-)

Kór sá sem iðulega er kallaður Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík eða Skaftfellingakórinn hefur starfað í áratugi og er að mestu skipaður brottfluttum Skaftfellingum búsettum á höfuðborgarsvæðinu. Kórinn hefur gefið út nokkrar plötur og hefur margsinnis farið í söngferðir á átthagaslóðir og víðar. Söngfélag Skaftfellinga var stofnað innan Skaftfellingafélagsins árið 1972 af Jóni Ísleifssyni en Skaftfellingafélagið…

Garðakórinn [1] (1965-91)

Garðakórinn (hinn fyrri) starfaði í ríflega aldarfjórðung og sinnti einkum messusöng við Garðakirkju á Álftanesi. Kórinn var stofnaður haustið 1965 að undirlagi Guðmundar H. Norðdahl sem þá var skólastjóri tónlistarskólans í Garðahreppi, hann var stjórnandi kórsins og organisti kirkjunnar í upphafi en Guðmundur Gilsson tók við þeim starfa árið 1967 og gegndi því embætti til…

G.H.G. tríó (um 1955-60)

G.H.G. tríóið var starfrækt um og eftir 1955 í Húnavatnssýslu en spilaði fremur stopult enda bjó þá Þorvaldur Björnsson harmonikkuleikari sem var einn meðlima, sunnan heiða. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi G.H.G. tríósins en óskað er eftir þeim hér með.

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar (1954-78 / 1994 )

Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um árabil en hann var þekktur og virtur innan „gömlu dansa“ samfélagsins og komu út fjölmargar plötur í nafni Guðjóns og sveita hans, hér er fjallað um hljómsveitir hans eftir því sem heimildir liggja fyrir um þær en óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitirnar eftir því sem við á.…