Haukar [4] (1988-89)

Hljómsveitin Haukar var stofnuð á Húsavík haustið 1988 og var sú sveit byggð á grunni hinnar eldri Hauka, Húsavíkur-Hauka sem höfðu starfað löngu fyrr. Hljómsveitin sem líklega varð ekki langlíf lék á dansleikjum eitthvað um veturinn 1988-89 en virðist ekki hafa starfað lengur en það, meðlimir hennar voru þeir Karl Hálfdánarson bassaleikari og Bragi Ingólfsson…

Gloría (1989-97)

Húsvíska hljómsveitin Gloría starfaði um nokkurra ára skeið og fór mikinn á ballmarkaðnum á heimaslóðum, sveitin lék mikið á þorrablótum en einnig mikið á almennum dansleikjum. Gloría sendi frá sér eina plötu. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1989 og voru stofnmeðlimir hennar Víðir Pétursson gítarleikari, Hrannar Pétursson bassaleikari og söngvari, Þráinn M. Ingólfsson gítarleikari og Sigurpáll…

Lucifer [2] (1982-83)

Lucifer var þungarokksveit frá Húsavík og var að öllum líkindum starfandi 1983 og 84. Sveitina skipuðu þeir Ármann Guðmundsson gítarleikari og Þorgeir Tryggvason bassaleikari (báðir kenndir síðar við Ljótu hálfvitana), Þráinn Ingólfsson gítarleikari og Gunnar Hrafn Gunnarsson trommuleikari (Greifarnir). Sveitin mun hafa lagt upp laupana fljótlega eftir að Gunnar gekk til liðs við Special treatment…