TK plús (2000-02)

TK plús var eins konar útfærsla af dúettnum Tóti og Kiddi sem starfaði á Siglufirði á árunum 2000-02. Það voru þeir Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari og Kristinn Kristjánsson söngvari og bassaleikari sem mynduðu dúettinn en þegar aukamenn léku með þeim kölluðu þeir sig TK plús, það gat verið mismunandi hver aukamaðurinn var, oftast var…

Þrír á palli [2] (1999)

Engar upplýsingar er að finna um austfirsku þjóðlagasveitina Þrjá á palli en hún mun hafa starfað 1999. Allar upplýsingar um þessa sveit væru þ.a.l. vel þegnar.

Þrír á palli [1] (1987-88)

Kvartettinn Þrír á palli var starfræktur 1987 og var eins konar útibú frá Frökkunum, meðlimir sveitarinnar voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Gunnar Erlingsson trommuleikari og Ásgeir Óskarsson gítarleikari og söngvari en sá síðast nefndi er öllu þekktari sem trommari. Stundum söng Ólafía Hrönn með þeim félögum en Ásgeir var ekki í þeirri útgáfu…