Þrír á palli [1] (1987-88)

Þrír á palli

Kvartettinn Þrír á palli var starfræktur 1987 og var eins konar útibú frá Frökkunum, meðlimir sveitarinnar voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Gunnar Erlingsson trommuleikari og Ásgeir Óskarsson gítarleikari og söngvari en sá síðast nefndi er öllu þekktari sem trommari. Stundum söng Ólafía Hrönn með þeim félögum en Ásgeir var ekki í þeirri útgáfu sveitarinnar. Kristján Frímann (Kristjánsson) ljóðskáld kom einnig eitthvað fram með Þremur á palli.

Sveitin starfaði allavega frá upphafi árs 1987 og eitthvað fram á 1988.