Þórunn Frans (1931-2018)

Þórunn Franz

Þórunn Frans lét nokkuð að sér kveða í dægurlagasamkeppnum fyrri ára en varð síðar öllu þekktari á öðrum vettvangi.

(Sigríður) Þórunn Fransdóttir fæddist 1931 í Reykjavík hvar hún bjó alla tíð. Hún vakti athygli fyrir liprar lagasmíðar á árum árum og vann fyrst til verðlauna vorið 1955 fyrir lagið Bergmál sem sigraði í flokki gömlu dansa í Danslagakeppni SKT. Tóna systur sungu lagið síðan inn á plötu.

Fleiri lög fylgdu í kjölfarið í svipuðum keppnum þar sem hún vann til verðlauna, Vökudraumur á hafinu, Ég sakna þín, Ástarkveðja, Mamma, Farmaður hugsar heim, Hafskipið og Föðurbæn sjómannsins eru dæmi um lög eftir Þórunni og nokkur þeirra rötuðu inn á plötur, m.a. fjögur lög á smáskífu með Ragnari Bjarnasyni sem SG-hljómplötur gáfu út 1967.

Hún var um tíma í stjórn Félags íslenskra dægurlagahöfunda.

Þórunn var þó alltaf þekktari sem hannyrðakona en hún fékkst við kennslu og námskeiðahald á því sviði, auk þess að reka hannyrðaverslun. Hún lést sumarið 2018.

Efni á plötum