Tígulkvartettinn [1] (1952-54)

Söngkvartettinn Tígulkvartettinn starfaði á fyrri hluta sjötta áratugarins og gaf þá út nokkrar plötur. Meðlimir kvartettsins voru Guðmundur H. Jónsson, Hákon Oddgeirsson, Brynjólfur Ingólfsson og Gísli Símonarson, en Jan Morávek stjórnaði honum. Það var fyrst árið 1952 sem Tígulkvartettinn lét að sér kveða en þá kom út tveggja laga splitplata með kvartettnum og Soffíu Karlsdóttur,…

Tígulkvartettinn [2] (2012-13)

Strengjakvartettinn Tígulkvartetttinn starfaði á Akureyri veturinn 2012-13 og kom fram í fáein skipti áður en hann lagði upp laupana. Það voru þau Tomasz Kolosowski fiðluleikari, Ásdís Arnardóttir sellóleikari, Zsuzsanna Bitay fiðluleikari og Pawel Kolosowski lágfiðluleikari sem skipuðu hópinn en þau voru öll starfandi á Akureyri og nærsveitum.