Flintstones [2] (1989-90)

Hljómsveitin Flintstones starfaði á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1989-90 og lék víða á tónleikum ásamt fleiri sveitum s.s. Rykkrokk og á porttónleikum hjá Hinu húsinu, sveitin lék hipparokk í anda Led Zeppelin og vakti nokkra athygli fyrir tónlist sína. Sveitin hafði upphaflega verið stofnuð 1987, fékk nafnið Titanic ári síðar og keppti vorið 1989 undir því…

Titanic [1] (1981-82)

Á árunum 1981 og 82 (að minnsta kosti) starfaði unglingahljómsveit undir nafninu Titanic í Vestmannaeyjum, hún var nokkuð öflug í spilamennskunni í eyjunni og þar lék á fjölmörgum böllum. Meðlimir sveitarinnar voru Grímur Þór Gíslason trommuleikari (síðar þekktur sem Grímur kokkur), Óðinn Hilmisson bassaleikari, Guðjón Ólafsson gítarleikari, Helga Björk Óskarsdóttir söngkona, Arnar Jónsson gítarleikari og…

Titanic [3] (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um tríóið Titanic sem starfaði árið 2004, mögulega meðlimi þess, starfstíma o.s.frv. Fyrir liggur að Jón Rafnsson hefur verið í sveit með þessu nafni en hvort um er að ræða þessa sveit eða ekki aðra er ekki kunnugt.