Tóti og Kiddi (2000-02)
Þórarinn Hannesson (Græni bíllinn hans Garðars o.m.fl.) og Kristinn Kristjánsson (Herramenn, Spútnik o.fl.) komu um tveggja ára skeið fram sem dúettinn Tóti og Kiddi á Siglufirði og nágrenni. Þórarinn lék á gítar en Kristinn á bassa en báðir sungu þeir félagarnir. Yfirleitt komu þeir þannig undirbúnir til leiks að Þórarinn mætti á staðinn með lagamöppur…

