Tóti og Kiddi (2000-02)

Þórarinn Hannesson (Græni bíllinn hans Garðars o.m.fl.) og Kristinn Kristjánsson (Herramenn, Spútnik o.fl.) komu um tveggja ára skeið fram sem dúettinn Tóti og Kiddi á Siglufirði og nágrenni. Þórarinn lék á gítar en Kristinn á bassa en báðir sungu þeir félagarnir. Yfirleitt komu þeir þannig undirbúnir til leiks að Þórarinn mætti á staðinn með lagamöppur…

TK plús (2000-02)

TK plús var eins konar útfærsla af dúettnum Tóti og Kiddi sem starfaði á Siglufirði á árunum 2000-02. Það voru þeir Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari og Kristinn Kristjánsson söngvari og bassaleikari sem mynduðu dúettinn en þegar aukamenn léku með þeim kölluðu þeir sig TK plús, það gat verið mismunandi hver aukamaðurinn var, oftast var…