Supah syndical (1998-99)

Supah syndical var ein af fyrstu rappsveitum Íslands en hún starfaði undir lok síðustu aldar, á þeim tíma var að myndast stór kreðsa innan rapptónlistarinnar hér á landi og þegar leiðir skildu skiluðu meðlimir sveitarinnar sér í flestar af þekktustu rappsveitunum í senunni og áttu eftir að mynda hryggjarstykki fyrsta gullaldarskeiðs rappsins. Supah syndical mun…

Tríó Óla Skans (1997)

Tríó Óla Skans er langt frá því að vera með þekktustu rappsveitum íslenskrar tónlistarsögu en hún skipar þar þó nokkurn sess þar eð hún var að öllum líkindum fyrst sinnar tegundar til að rappa einvörðungu á íslensku. Tríó Óla Skans var líklega stofnuð sérstaklega til að taka þátt í Músíktilraunum Tónabæjar en þar birtist hún…