Söngfélag Ungmennafélags Reykjavíkur (1909-10)

Innan Ungmennafélags Reykjavíkur (UMFR) var söngfélag drengja starfandi veturinn 1909 til 10 en UMFR hafði veturinn á undan starfrækt sameiginlegan söngflokk í samstarfi við ungmennafélagið Iðunni, sem gekk undir nafninu Söngfélag ungmennafélagsins Iðunnar og Ungmennafélags Reykjavíkur. Stúlkurnar í Iðunni (sem var kvennaungmennafélag) virðast ekki hafa haft áhug á áframhaldandi samstarfi og því stofnaði UMFR sér…

Söngfélag ungmennafélagsins Iðunnar og Ungmennafélags Reykjavíkur (1908-09)

Sameiginlegt söngfélag starfaði á vegum ungmennafélaganna Iðunnar (sem var stúlknaungmennafélag) og UMFR (Ungmennafélags Reykjavíkur – sem var líklega eingöngu skipað drengjum) um eins árs skeið, frá vorinu 1908 til 1909. Félögin tvö áttu um þetta leyti í margs konar samstarfi s.s. skemmtiferðir, íþróttasýningar og fleira og var söngfélagið angi af því starfi. Engar upplýsingar er…