Söngfélag Ungmennafélags Reykjavíkur (1909-10)
Innan Ungmennafélags Reykjavíkur (UMFR) var söngfélag drengja starfandi veturinn 1909 til 10 en UMFR hafði veturinn á undan starfrækt sameiginlegan söngflokk í samstarfi við ungmennafélagið Iðunni, sem gekk undir nafninu Söngfélag ungmennafélagsins Iðunnar og Ungmennafélags Reykjavíkur. Stúlkurnar í Iðunni (sem var kvennaungmennafélag) virðast ekki hafa haft áhug á áframhaldandi samstarfi og því stofnaði UMFR sér…
