Útlagar [5] (1995)

Flytjandi sem gekk undir nafninu Útlagar átti lag á safnplötunni Lagasafnið 5 árið 1995. Þar var Skúli Gautason söngvari, Guðrún Sigurðardóttir söng bakraddir, Dan Cassidy lék á fiðlur og Sigurður Kristinsson annaðist annan hljóðfæraleik, lék á trommur, gítar og bassa auk þess að syngja bakraddir. Að öllum líkindum var hér ekki um starfandi hljómsveit að…

Útlagar [2] (1969-79)

Þjóðlagadúóið Útlagar starfaði um nokkurra mánaða skeið 1969-70 og kom fram í fáein skipti opinberlega. Það voru þeir Sverrir Ólafsson kontrabassaleikari og Moody Magnússon gítarleikari sem mynduðu Útlaga í árslok 1969 og komu síðan fyrst fram á þrettándagleði í upphafi ársins 1970, þeir félagar sungu báðir. Útlagar voru reyndar einnig sagðir vera þjóðlagatríó en hvergi…

Útlagar [3] (1975-76)

Hljómsveitin Útlagar starfaði í nokkra mánuði árið 1975-76. Svo virðist sem sveitin hafi verið til í lok árs 1975 og eitthvað fram á næsta sumar á eftir (1976). Allar frekari upplýsingar um þessa sveit er vel þegnar.

Útlagar [4] (1992-)

Kántrísveitin Útlagar hefur verið starfandi (með stuttum hléum) frá árinu 1992. Sveitin var stofnuð upp úr Crystal en sú sveit hafði verið starfandi um árabil. Rauði þráðurinn í Útlögum hafa verið bræðurnir Árni Helgi gítarleikari og Albert trommuleikari Ingasynir en aðrir hafa komið og farið, ýmist hefur sveitin verið tríó eða kvartett en einnig hafa…

Útlagar [1] (1966-67)

Hljómsveitin Útlagar var starfandi líkast til á höfuðborgarsvæðinu haustið 1966 og eitthvað fram á árið 1967 að minnsta kosti. Meðlimir hennar voru í yngri kantinum og léku bítlatónlist. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit, líftíma hennar og meðlimi, óskast sendar Glatkistunni.