Afmælisbörn 12. júlí 2025

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sjötíu og fimm ára í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann gekk til…

Kiðlingur (1998)

Hljómsveitin Kiðlingur var starfandi 1998 og tók þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík það árið. Meðlimir voru Björgvin Eyjólfur Ágústsson bassaleikari, Hannes Óli Ágústsson söngvari, Viðar Eiríksson trommuleikari og Valgeir Gestsson gítarleikari. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1998. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Messías (1999-2002)

Hljómsveitin Messías starfaði á árunum 1999 – 2002 í Reykjavík. Sveitin keppti í músíktilraunum 1999 en meðlimir hennar voru Ágúst Bogason bassaleikari, Viðar Friðriksen trommuleikari og Valgeir Gestsson gítarleikari. Ekki er ljóst hver þeirra söng þar en sveitin hafði þar ekki erindi sem erfiði. Þeir Messías-félagar störfuðu til ársins 2002 en stofnuðu þá aðra sveit,…