Hátónsbarkakeppnin [tónlistarviðburður] (1988-)

Allt frá árinu 1988 hefur verið haldin söngkeppni í samstarfi félagsmiðstöðvarinnar Arnardals og grunnskólanna á Akranesi, Brekkjubæjarskóla og Grundaskóla undir nafninu Hátónsbarkakeppnin eða Hátónsbarkinn. Þessi keppni hafði lengi vel enga utanaðkomandi tengingu en eftir að Samfés hóf að standa fyrir söngkeppni Samfés hefur keppnin verið eins konar undankeppni fyrir Samfés keppnina. Hátónsbarkakeppnin var haldin í…

Frímann (1989-90)

Hljómsveitin Frímann frá Akranesi vakti nokkra athygli vorið 1990 þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna, ekki varð þó um frekari frama sveitarinnar. Frímann var líklega stofnuð 1989 og gekk í fyrstu undir nafninu Frímann & fokkararnir, undir því nafni spilaði sveitin eitthvað opinberlega á heimaslóðum en þegar sveitin var skráð til leiks í Músíktilraunum…

Frávik (1992)

Hljómsveitin Frávik var meðal keppenda í Tónlistarkeppni NFFA (Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) haustið 1992 og sigraði reyndar þá keppni. Meðlimir sveitarinnar voru þau Gunnar S. Hervarsson [gítarleikari?], Hrannar Örn Hauksson bassaleikari, Orri Harðarson gítarleikari, Valgerður Jónsdóttir söngkona og Guðmundur Claxton trommuleikari. Ekki finnast frekari heimildir um þessa sveit svo líklegt verður að teljast að…

Fitl (1998-99)

Hljómsveitin Fitl vakti nokkra athygli í lok síðustu aldar en sveitin sendi þá frá sér fjögur laga smáskífu. Fitl birtist fyrst á sjónarsviðinu á tónleikum í Hinu húsinu í febrúar 1998 en ekki liggur fyrir hversu lengi hljómsveitin hafði þá verið starfandi. Sveitin var sögð vera af Skaganum en mun hafa starfað á höfuðborgarsvæðinu og…