Valli og víkingarnir (1982)
Snemma vors 1982 birtist í plötubúðum tveggja laga sjö tomma með hljómsveitinni Valla og víkingunum sem enginn þekkti deili á. Annað lagið, Úti alla nóttina (sem var upphaflega sænskur slagari) varð strax þokkalega vinsælt (og heyrist reyndar stöku sinnum ennþá spilað á útvarpsstöðvunum) en hitt lagið, Til í allt vakti minna athygli. Platan fékk ágæta…

