Valli og víkingarnir (1982)

Snemma vors 1982 birtist í plötubúðum tveggja laga sjö tomma með hljómsveitinni Valla og víkingunum sem enginn þekkti deili á. Annað lagið, Úti alla nóttina (sem var upphaflega sænskur slagari) varð strax þokkalega vinsælt (og heyrist reyndar stöku sinnum ennþá spilað á útvarpsstöðvunum) en hitt lagið, Til í allt vakti minna athygli. Platan fékk ágæta…

Þorgeir Ástvaldsson (1950-)

Flestir þekkja fjölmiðlamanninn Þorgeir Ástvaldsson en hann á einnig tónlistarferil sem er töluvert fyrirferðameiri en marga grunar. Þorgeir er Reykvíkingur, fæddur 1950 en á ættir að rekja vestur í Dali. Þorgeir mun hafa lært eitthvað á hljóðfæri á yngri árum, a.m.k. á fiðlu en faðir hans, Ástvaldur Magnússon var einn Leikbræðra svo tónlist var Þorgeiri…