Hver sagði skál? (1989-92)

Hljómsveitin Hver sagði skál? starfaði innan Menntaskólans að Laugarvatni um þriggja ára skeið, á árunum 1989 til 1992. Sveitina skipuðu þeir Hjörtur Freyr Vigfússon söngvari og gítarleikari, Svanur Þór Karlsson trommuleikari, Sigurður Már Gunnarsson bassaleikari og Sigmundur Sigurgeirsson hljómborðsleikari. Á einhverjum tímapunkti voru þeir Steinþór Eiríksson og Valdimar Steinar Einarsson starfandi söngvarar hljómsveitarinnar og um…

Synir Raspútíns (1991-94 / 2010-14)

Margir muna eftir hljómsveitinni Sonum Raspútíns en hún var töluvert áberandi í spilamennsku sinni á fyrri hluta tíunda áratugarins og sendi þá frá sér lag sem naut vinsælda en kom aldrei út á plötu. Nokkrar mannabreytingar voru innan sveitarinnar og sumir meðlima hennar urðu síðar þekktir tónlistarmenn og reyndar einnig á öðrum sviðum mannlífsins. Synir…

Dægurlagakombóið (1994-)

Dægurlagakombóið var og er svolítið sérstök hljómsveit að því leyti að skipan hennar er sjaldnast sú sama. Ástæðan er sú að upphaflega var hún sett saman fyrir eitthvert eitt gigg árið 1994 sem heppnaðist vel, og í kjölfarið var sveitin bókuð á annað gigg þar sem aðrir hlupu í skarð þeirra sem forfölluðust. Þannig gekk…