Við þrjú [1] (1973-76)

Þjóðlagatríóið Við þrjú vakti nokkra athygli um miðjan áttunda áratug síðustu aldar án þess þó að senda frá sér plötu, tríóið kom fram m.a. á skemmtunum sem Ferðaleikhúsið stóð fyrir, á héraðsmótum hjá framsóknarflokknum og á hvers kyns þjóðlagahátíðum sem haldnar voru á þessum árum. Meðlimir tríósins voru Ingibjörg Ingadóttir, Guðjón Þór Guðjónsson og Sturla…

Við þrjú [2] (1990)

Síðsumars árið 1990 starfaði þjóðlagatríó undir nafninu Við þrjú. Ekkert bendir til þess að um sama tríó sé að ræða sem starfandi var um fimmtán árum fyrr. Upplýsingar um skipan tríósins liggja ekki fyrir en þó gæti Kjartan Ólafsson hafa verið í því, hann hefur við í sveit með sama nafni.