Hinir og þessir (1988)

Hljómsveit sem hlaut nafnið Hinir og þessir var skammlíf sveit sem sett var sérstaklega saman fyrir einn dansleik á Bíldudal sumarið 1988. Forsaga málsins var sú að vinnuflokkur frá Dýpkunarfélagi Siglufjarðar var þá staddur við hafnardýpkun á Bíldudal sumarið 1988 og í spjalli þeirra við heimamenn kom í ljós að innan hópsins væru tónlistarmenn, svo…

Heimatilbúna hljómsveitin (1989)

Haustið 1989 hélt Lionsklúbburinn á Bíldudal dansleik og þar lék hljómsveit sem sett var sérstaklega saman fyrir þann eina viðburð, sveitin hlaut nafnið Heimatilbúna hljómsveitin og tók eina æfingu áður en talið var í á þessu fyrsta og eina balli sveitarinnar. Meðlimir Heimatilbúnu hljómsveitarinnar voru þeir Bjarni Þór Sigurðsson gítar- og bassaleikari, Gísli Ragnar Bjarnason…

Vesturfararnir (1987-89)

Hljómsveitin Vesturfararnir varð til haustið 1987 þegar þrír brottfluttir Bílddælingar fengu það verkefni að setja saman hljómsveit fyrir árshátíð Leikfélagsins Baldurs á Bíldudal. Þremenningarnir voru þeir Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Þórarinn Hannesson gítarleikari og söngvari en auk þeirra léku á árshátíðinni feðgarnir Ástvaldur Hall Jónsson hljómborðsleikari og Viðar Örn Ástvaldsson trommuleikari…

Bíldudals búggarnir (1986)

Bíldudals búggarnir var hljómsveit sett saman fyrir eina uppákomu á Bíldudal milli jóla og nýárs 1986. Sveitin lék á dansleik ásamt annarri sveit sem einnig var sett saman af þessu tilefni. Meðlimir hennar voru Þórarinn Hannesson söngari, Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari, Viðar Örn Ástvaldsson hljómborðsleikari og Víkingur Gunnarsson trommuleikari.