Hljóðfærasveit Stefáns Sölvasonar (1924-36)

Upplýsingar um hljómsveit eða hljómsveitir sem Vestur-Íslendingurinn Stefán Sölvason starfrækti á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar í Winnipeg í Kanada eru af afar skornum skammti en sveitirnar (sem voru líklega fleiri en ein) störfuðu ýmist undir nafninu Hljóðfærasveit Stefáns Sölvasonar eða Hljóðfæraflokkur Stefáns Sölvasonar. Fyrstu heimildir um hljómsveit Stefáns er að finna frá haustinu…

Söngfélagið Svanur [3] (1920-24)

Kór Íslendinga í Winnipeg í Kanada var starfandi á árunum 1920 til 1924 undir stjórn Björgvins Guðmundssonar tónskálds en kórinn gekk undir nafninu Söngfélagið Svanur. Litlar upplýsingar er að finna um þetta söngfélag og er því óskað eftir frekari upplýsingum um það.

Sigríður Friðriksson (1893-1918)

Sigríður Friðriksson (fædd Sigríður Jónsdóttir) píanóleikari og -kennari var af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga en hún fæddist í Winnipeg í Manitoba fylki Kanada haustið 1893, hún tók upp fjölskyldunafnið Friðriksson að amerískum sið en faðir hennar hét Jón Vídalín Friðriksson. Sigríður hóf að læra á píanó tíu ára gömul og aðeins fimm árum síðar var hún…

Karlakórinn Geysir [1] (1912-14)

Karlakórinn Geysir, söngfélagið eða jafnvel karlmannasöngfélagið eins og það var einnig stundum nefnt, starfaði um tveggja ára skeið í Íslendingabyggðum í Winnipeg, snemma á síðustu öld. Halldór Þórólfsson var stjórnandi þessa Íslendingakórs sem stofnaður var haustið 1912 og samanstóð af um tuttugu og fimm söngmönnum. Geysir hafði á stefnuskrá sinni að æfa og flytja mestmegnis…