Söngfélag Íslensku kirkjunnar í Wynyard (1937-40)

Í samfélagi Vestur Íslendinga í Kanada voru víða starfandi söngfélög við íslenskar kirkjusóknir og eitt slíkt var stofnað haustið 1937 við sambandskirkjuna í Wynyard í Saskatchewan undir nafninu Söngfélag Íslensku kirkjunnar í Wynyard (einnig kallað Söngflokkur Íslensku kirkjunnar í Wynyard). Sá kór var blandaður og varð strax fjölmennur, skipaður ungu fólki að mestu og söng…

Sigríður Thorsteinsson (1887-1944)

Sigríður Thorsteinsson var kunn sópran söngkona og kórstjórnandi með Íslendinga í samfélagi þeirra í Kanada en hún naut þar mikillar virðingar. Sigríður (fædd Sigríður Karólína Haraldsdóttir en tók upp nafnið Sigríður Olson eftir að faðir hennar tók Olson nafnið upp) fæddist í Winnipeg í Manitoba í mars 1887. Hún lærði bæði söng og píanóleik og…