Þá varstu ungur (Þjóðhátíðarlag 1963)

Þá varstu ungur (Þjóðhátíðarlag 1963)
(Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson))

Þá varstu ungur er burtu fórstu frá mér,
fann á þínum orðum, eitthvað undir lá.

Þá varstu ungur fyrsta sinn á förum
fann á þínum vörum hjartað hraðar slá.

Yfirgefin eftir stóð,
ólgaði sautján vetra blóð.

Svo liðu árin, okkar ungu kynni
aldrei liðu‘ úr minni,
þú varst mín von og þrá.

Þá var ég ungur er burtu fór ég forðum,
fann á þínum orðum, eitthvað undir lá.

Þá var ég ungur fyrsta sinn á förum
fann á þínum vörum hjartað hraðar slá.

Eftir langa útivist
ástin brennur eins og fyrst,

Fagurt er lífið okkar endurfundir,
aðeins gleðistundir,
ástin ríkir þá.

Þú varst mín eina von og þrá.

[af smáskífunni Hljómsveit Svavars Gests, Anna, Berti og Elly – 4 ný lög eftir Oddgeir Kristjánsson]