Minning

Minning
(Lag / texti: Markús Kristjánsson / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)

Þú varst minn vetrareldur.
Þú varst mín hvíta lilja,
bæn af mínum bænum
og brot af mínum vilja.
Við elskuðum hvort annað
en urðum þó að skilja.

Ég geymi gjafir þínar
sem gamla helgidóma.
Af orðum þínum öllum
var ilmur víns og blóma.
Af öllum fundum okkar
slær ævintýraljóma.

Og þó mér auðnist aldrei
neinn óskastein að finna,
þá verða ástir okkar
og eldur brjósta þinna,
ljós á vegum mínum
og lampi fóta minna.

[engar plötuupplýsingar]