Aldrei of seint

Aldrei of seint
(Lag / texti: Magnús Eiríksson)

Ég hugsa um þig meðan haustlaufin falla
og deyjandi fjúka, í garðinum gul, brún og rauð.
Þau vara mig við að veðurdag góðan
Guð einn veit hvenær þá erum við líka dauð.
Lífið er dýrt og dauðinn þess borgun,
drekkum í dag og iðrumst á morgun.
Finnum okkar ást,
öll við getum reynt
að vinna okkar ást
er aldrei of seint.
Aldrei of seint.

Ég veit að þú vildir vinur minn vera
og ýmislegt gera, þó gerðum við sjaldan hitt.
Og þú varst af þessum gamla skóla hörkutóla,
hugsaðir mest um þitt.
Um löngu liðinn tíma þýðir ekki að fást,
það er aldrei of seint að sjást,
aldrei of seint að sjást,
aldrei of seint fyrir ást.
Of seint fyrir ást.
Of seint fyrir ást.

Á meðan blóð um æðar rennur,
ástin brennur innst í hjarta mér.
Ég syndi móti stríðum straumi,
ástin djúpt í draumi mínum er.
Hvað sé réttur eða rangur tími,
um það þýðir ekki að fást.
Aldrei of seint að sjást,
aldrei of seint fyrir ást.
Of seint fyrir ást.
Of seint fyrir ást.

[á plötunni Mannakorn – Brottför kl. 8]