Vertu til
(Lag / texti: Fannar Ingi Friðþjófsson og Magnús Jóhann Ragnarsson / Fannar Ingi Friðþjófsson)
Ertu að deyj’ undan
of miklu álagi
komdu þá elskan
það er allt í lagi
vertu til
vertu til
vertu til
vertu til
vertu til
vertu til
og njóttu þess að vera.
Kúrum saman
horfum á mynd og poppum
svo smá rómans
þegar ég fer úr sloppnum
vertu til
vertu til
vertu til
vertu til
vertu til
vertu til
án þess að þurf’ að efast.
Ég skal hugga þig
ef þú vilt gráta
en þú skalt passa þig
því ég mun kannski gráta
tilfinningar verða til
án þess að við gerum neitt
það er hlut’ af því að vera til
og því getum ekki breytt
vertu til
ertu til
já ég skil
skal halda kjafti.
[af plötunni Hipsumhaps – Lög síns tíma]