Hljóðfæraverslun Katrínar Viðar [annað] (1925-38)

Auglýsing frá Hljóðfæraverslun Katrínar Viðar

Katrín Viðar píanókennari starfrækti um þrettán ára skeið verslun við Lækjargötu 2 undir heitinu Hljóðfæraverslun Katrínar Viðar en þar var hægt að kaupa grammófónplötur, nótur og nótnahefti auk hljóðfæra af ýmsu tagi. Katrín seldi jafnframt lítið notaðar plötur í verslun sinni og var þ.a.l. fyrst verslana til að selja notaðar plötur.

Hljóðfæraverslun Katrínar Viðar var sett á fót haustið 1925 og var hún starfrækt undir stjórn Katrínar allt til haustsins 1938 þegar Sigríður Helgadóttir keypti verslunina en undir hennar stjórn voru einnig gefnar út hljómplötur undir merkjum verslunarinnar þannig að segja má að Katrín hafi rekið eins konar undanfara þeirrar plötuútgáfu.