Hljómlistin [fjölmiðill] (1912-13)

Forsíða 1. tbl. Hljómlistarinnar

Hljómlistin var tónlistartímarit hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis og markar því tímamót í íslenskri tónlistarsögu hvað það varðar, Hljómlistin kom út um eins árs skeið og var ætlað að fjalla um tónlist frá ýmsum hliðum, bæði íslenska og erlenda. – alls komu út um tíu tölublöð.

Fyrsta tölublað Hljómlistarinnar leit dagsins ljós haustið 1912 og var að mestu helgað aldarminningu Péturs Guðjohnsen frumkvöðuls í tónlistarmálum á Íslandi en einnig voru greinar um tónlist og hljóðfæri, auglýsingar og almenn umfjöllun um efnið. Efni hinna blaðanna var með svipuðum hætti.

Ritstjóri Hljómlistarinnar var Jónas Jónsson og kom blaðið út mánaðalega fram á haustið 1913 en tímaritið var að jafnaði 12 til 16 blaðsíður.