Tileinkun

Tileinkun
Lag / texti: erlent lag / Gunnlaugur Sveinsson

Ég man þig enn, ég man þig enn
klessumálarinn minn,
með litsterkju kringum augun og rauðan blett á kinn.
Tónöldur skoluðu okkur saman á flæðisker,
það var eitt af þessum kvöldum sem að kemur bara og fer.

Við áttum saman öldudans
í mannhafi eitt sinn,
og hljómlistin og hundafans
heilluðu huga minn.
Svo komstu heim í kjallarann minn, því kitran mín var tóm.
Ég gaf þér brennivín í kók en ekki kærleiksblóm.

Ég gaf þér ekkert en sjálfur tók auðmýkt þína og ást,
og raupaði um sjálfan mig af mælgi sem ei brást.
En er ég undi ánægður umkomulaus þú lást,
mér fannst svo óra fjarlægt þá að hægt væri að þjást.

Þó liðið hafi ótal ár og allt sé orðið breytt,
í gleymskuskógi stendur kvöld svo undarlegt og eitt,
því alltaf birtist þú aftur og herjar huga minn.
Ég man þig, man þig sem klessumálarann minn.

[af plötunni Hannes Jón Hannesson – Kærleiksblóm]