Litli fuglinn

Litli fuglinn
Lag / texti: Ólafur Þórarinsson / Jón Thoroddsen

Það var eitt eyrarrós
á eyðistað.
Og lítill fugl að kvöldi kom
og kyssti það.

Hann elskaði svo undurheitt
sitt eyrarblóm.
Og veröldin var án þess öll
svo auð og tóm.

Að morgni eftir nepjunótt
og nístingsél.
Fram og aftur flögrar hann
um frosinn mel.

[af plötunni Mánar – Mánar]