Litli fuglinn [2]

Litli fuglinn [2]
(Lag og texti: Kristján Hreinsson)

Úti í garði flýgur fuglinn,
nú fær hann brauð í litla gogginn sinn.
Hann er laginn að hreyfa vængi,
hann hreyfir þá oft.

Inni í garði kemur kisa,
hún hvæsir á litla fuglinn minn.
Litli fuglinn fer í burtu,
flýgur hátt upp í loft.

Inn í garðinn gengur hundur,
hann geltir á litla köttinn minn.
Kisa litla kemst í burtu,
klifrar hátt upp í eik.

Inn í garðinn arkar pabbi,
hann öskrar á litla hundinn minn:
Hættu þessu hundur góður,
hættu núna þessum leik.

[af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]