Heyr mitt ljúfasta lag [1]
(Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarsson / Stefán frá Hvítadal)
Heyr mitt ljúfasta lag,
þennan lífsglaða eld,
um hinn dýrlega dag
og hið draumfagra kveld.
Rauðu skarlati skrýðist
hefur skógarins flos.
Varir deyjandi dags
sveipa dýrlinga bros.
Ég var fölur og fár,
ég var fallinn í döf.
Ég var sjúkur og sár
og ég sá aðeins gröf.
Hvar er forynjan Feigð
með sitt fláráða spil?
Hér kom gleðinnar guð
og það glaðnaði til.
Ó, þú brosir svo blítt
og ég brost með þér.
Eitthvað himneskt og hlýtt
kom við hjartað í mér.
Ég á gæfunnar gull,
ég á gleðinnar brag.
Tæmi fagnaðar full.
Ég gat flogið í dag.
[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]