Hugsað heim [1]

Hugsað heim [1]
(Lag / texti: Haraldur Konráðsson / Grétar Haraldsson)

Á blíðviðris dögum ég blessa þá sveit
sem baslaði lengst við að uppskera‘ og sá.
Í bláma þar fjöllin öll fegurst ég veit,
Fljótshlíð með Tindfjöll og Eyjafjöll há.
Þau gleðja mig öll meðan augu mín sjá.

Nú alls ekki sé ég í huganum synd
þó svolítið vilji ég um það mig tjá.
Að Eyjanna rétt er sú einasta mynd
sem auga fékk sumar og vetur að sjá,
minn fjallskrúði allur, svo til og frá.

Og sléttunum víða þau skýla svo vel
að veglegri Íslandi enginn fær bú.
Og þar hefur mótast inn hugur og þel
sem hvergi á ættlandi betra er nú,
að menning hver vaxi við menntun og trú.

En þegar að tíbráin titlaði‘ um vang
teigði og kítti‘ allt sem horfðum við á.
Þá fannst mér sem guð væri‘ að hugsa sinn gang,
í gáskanum strikaði‘ hann til og frá.
Að sýna‘ okkur máske hver getur og má.

[af plötunni Karlakór Rangæinga – Vorganga]