Ef ég bara ætti ský

Ef ég bara ætti ský
(Lag og texti: Kristján Hreinsson)

Ef ég bara ætti ský
það unað gæti veitt,
þá víst ég myndi fara‘ í frí
og fljúga vítt og breitt.

Í langferð veröld okkar í
og út um víðan geim,
ég sjálfsagt myndi svífa‘ á því
og síðan aftur heim.

Að fljúga út um borg og bý
ég biði þér með mér.
Já ef ég bara ætti ský
þá yrði gaman hér.

[af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]