Villi verkamaður

Villi verkamaður
Lag / texti: Ólafur Þórarinsson / Ómar Halldórsson

Ég þykist heiðvirð sál
með hjólbeinótt læri.
Í gömlum gúmmískóm,
með belti úr snæri.
Þó að ég þræli alla mína ævi
hef ég hvorki ofan í mig né á.

Ég þræla og púla
fyrir konu og krökkum.
Í gegnum lífið
ég hef barist í bökkum.
Oní skurðum ég hef atast blautur,
þó það gefi ekkert í aðra hönd.

Mitt líf er eilíf kvöld,
því bakið er brotið.
Mitt hár er gránað,
orðið gamalt og rotið.
Þó ég þræli alla ævi
hef ég hvorki ofan í mig né á.

[af plötunni Mánar – Mánar]