Horfðu

Horfðu
Lag og texti Björgvin Halldórsson

Horfðu á lítið barn sem leikur sér,
í einfaldleika sínum hreykir sér.
Skalt þú minnast?
Skalt þú gleyma?

La-la-la-la-la-la-la

Horfðu á tunglið, horfðu á stjörnurnar.
Sjáðu himinhvolfið gleypa þig.
Skalt þú eflast?
Skalt þú hörfa?

Þú hugsar um þitt draumaríki.
Þú kallar en færð ekkert svar.
Ég sé þig líða langt í burtu
frá mér og frá sjálfum þér.

Þú hugsar um þitt draumaríki.
Þú lifir í draumi.
Áfram þú gengur, gengur, gengur.

[m.a. á plötunni Björgvin Halldórsson – Þó líði ár og öld]