Vorar samt

Vorar samt
Lag / texti: Sigvaldi Kaldalóns / Jón Magnússon

Varpaðu frá þér vetrarkvíða.
Vorsins finnst þér langt að bíða,
en það kemur hægt og hægt.
Storminn þunga hreggs og hríða
hefur kannski bráðum lægt.
Við því búinn vertu sjálfur:
Vorið fer um lönd og álfur.
En því miðar hægt og hægt.

Við því búinn vertu sjálfur:
vorið fer um lönd og álfur.
Klakans þunga bráðna blý.
Þó að myrkvist himinn hálfur
hann mun bjartur verða á ný,
ef þú sjálfur eldinn geymir,
engri þinni skyldu gleymir.
Allt er komið undir því.

[m.a. á plötunni Skagfirska söngsveitin í Reykjavík – Kveðja heimanað]