Júníus Meyvant gefur út Floating harmonies

Langþráð fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins Unnars Gísla Sigmundssonar eða Júníusar Meyvant lítur dagsins ljós föstudaginn 8. júlí næstkomandi. Þetta hefur verið löng og erfið fæðing allt frá því að upptökur hófust á fyrstu smáskífu plötunnar, „Color Decay“ í byrjun árs 2014 en útkoman er biðarinnar virði. Júníus kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2014…

Afmælisbörn 6. júlí 2016

Fimm afmælisbörn í tónlistargeiranum hafa þennan afmælisdag samkvæmt kokkabókum Glatkistunnar: Magnús Kjartansson tónlistarmaður er sextíu og fimm ára gamall. Hann sleit barnskónum í Keflavík og hóf þar tónlistarferil sinn en fáir hafa leikið með jafn mörgum þekktum hljómsveitum og Magnús. Svo nokkrar þeirra séu upp taldar skal nefna hér Hauka, Galdrakarla, Júdas, Óðmenn, Sléttuúlfana, Trúbrot,…