Kristján Hrannar í Mengi

Tónlistarmaðurinn Kristján Hrannar mun spinna plötuna Sea take one / Haf taka eitt í Mengi Óðinsgötu 2, föstudagskvöldið 8. júlí kl. 21:00. Öll lögin heita eftir sjávarlífverum sem hafa orðið fyrir áhrifum af loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Eftir hlé verður frumflutt efni af væntanlegri sólóplötu Kristjáns, Brestir kæru gestir. Aðgangseyrir er kr. 2.000

Afmælisbörn 8. júlí 2016

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir er þrjátíu og fjögurra ára gömul. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og var ein…