Söngkvintett úr skátafélaginu Faxa (um 1946-48)

Söngkvintett úr skátafélaginu Faxa

Lítið er vitað um kvintett stúlkna úr skátafélaginu Faxa í Vestmannaeyjum sem skemmtu eitthvað á opinberum vettvangi um og upp úr miðjum fimmta áratug liðinnar aldar, líklega u.þ.b. á árunum 1946 til 48.

Kvintettinn sem hér er kallaður Söngkvintett úr skátafélaginu Faxa, var skipaður þeim Láru Vigfúsdóttur, Ásu Helgadóttur, Svövu Alexandersdóttur, Ragnheiði Sigurðardóttur og Lilju Guðmundsdóttur – þær sungu allar og léku einnig á gítara, mandólín og hugsanlega fleiri strengjahljóðfæri.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan söngkvartett.