Don Carlo
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Hannes Sigurðsson)
Líður yfir lönd og sæ léttur sumarblærinn,
aldan upp við sandinn sefur rótt.
Undurfögur yngismey ástarbréfi svarar;
„hjarta mitt er aðeins hjá þér í nótt“.
Já það er blíðan í bænum heima,
Ég henni bergi mitt full.
Og hér er allt það sem gleður andann
og í öllum vösum gull.
Og þó á morgun napurt næði,
þá á ég nesti og nýja skó.
Já hvar sem lífið spilin leggur
þar verður líka Don Carlo.
Drúpa yfir dal og fjöll dimmar skýjaborgir,
tilverunni kveða kuldalag,
starir fram í gráðið grátt gamall förumaður.
Döpur er vist, veröld trist í dag.
En þó hann blási og bíti vanga
og engar bjargir að fá,
þá skal ég vinur þér ljúfur lána
af því litla sem ég á.
En kvíðum ekki, það birtir aftur,
víst er af áhyggjunum nóg.
Og lífið áfram veginn arkar
þar verður alltaf Don Carlo.
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Þá og nú: Lög Óðins G. Þórarinssonar]














































