
Væb – framlag Íslands í Eurovision 2025
Vikuskammtur Glatkistunnar er með öðru sniði að þessu sinni en venjulega því nú brestur á með nýjum textaskammti – á fjórða hundrað texta bætast nú við þá ríflega þrjú þúsund texta sem finna má fyrir á Glatkistuvefnum. Hér eru nýlegir textar með hljómsveitum og listafólki eins og Flott, Elínu Hall, Myrkva og Iceguys í bland við eldra efni með Bubba Morthens, XXX Rottweiler, Skálmöld, Ham, Utangarðsmönnum, Björk, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, Kristjáni Kristjánssyni (KK) o.m.fl. Auk þess er nú að finna texta við öll Eurovision framlög Íslands frá upphafi (1986) til dagsins í dag, og þá texta er einnig að finna í sér „möppu“ í textaflórunni rétt eins og þjóðhátíðarlögin.














































