LSMLÍ (Lífið sem mig langar í)
(Lag / texti: Jökull Breki Arnarson og Fannar Ingi Friðþjófsson / Fannar Ingi Friðþjófsson)
Langar í pikköpp trökk
með hestakerru aftan’í,
þetta’ er lífið sem mig langar í.
Kynnast konu, Sjöfn?
sem að elskar líka hunda’ og vín,
þetta’ er lífið sem mig langar í.
Lífið er svo óljóst,
það veit ekki neinn hvað er að gerast
en við gerum það samt.
Allir halda‘ í eitthvað loforð
um að verða betri’ en önnur vera
og reyna‘ að standa við það.
Eignast tvö þrjú börn,
senda stelpuna í Vindáshlíð.
Þetta’ er lífið sem mig langar í.
Með rækju’ og kókómjólk,
tjalda við Lagarfljót í Atlavík,
þetta’ er lífið sem mig langar í.
Lífið er svo óljóst,
það veit ekki neinn hvað er að gerast
en við gerum það samt.
Allir halda’ í eitthvað loforð
um að verða betri’ en önnur vera
og reyna‘ að standa við það.
Fara einn í sund,
spjalla’ í pottinum um pólitík,
já þetta’ er lífið sem mig langar í.
Eiga við dauðan fund
með slöngu’ í æð en ég brosi því
þetta’ er lífið sem mig langaði í.
Lífið er svo óljóst,
það veit ekki neinn hvað er að gerast
en við gerum það samt.
Allir halda’ í eitthvað loforð
um að verða betri’ en önnur vera
og reyna‘ að standa við það
og reyna‘ að treysta á það
alveg sama hvað.
[af smáskífunni Hipsumhaps – LSML (Lífið sem mig langar í) [ep]]














































