Herbertstrasse (1992)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Herbertstrasse starfaði haustið 1992 og lék töluvert mikið á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu og reyndar víðar um land. Meðlimir sveitarinnar voru gamalreyndir tónlistarmenni, þeir Herbert Guðmundsson söngvari (sem sveitin er kennd við), Sigurður Hannesson trommuleikari, Sigurður Ingi Ásgeirsson bassaleikari og Einar Vilberg söngvari og gítarleikari. Ein heimild greinir frá að sveitin…

Hentai (1999)

Hljómsveitin Hentai á Akranesi sigraði tónlistarkeppni NFFA í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 1999 en það var árleg tónlistarkeppni í skólanum og bar þarna yfirskriftina Millenium. Meðlimir Hentai voru þeir Davíð Rósinkrans Hauksson bassaleikari, Márus Hjörtur Jónsson gítarleikari, Sverrir Aðalsteinn Jónsson trommuleikari og Freyr Rögnvaldsson söngvari. Hentai virðist ekki hafa starfað lengi undir þessu nafni…

Henning Kondrup (1919-91)

Henning Kondrup var hálf íslenskur tenórsöngvari sem oft söng einsöng á tónleikum með kórum á Akureyri. Henning hét fullu nafni Henning Friðrik Kondrup og fæddist árið 1919 í Danmörku en hann átti íslenska móður og danskan föður, hann flutti með fjölskyldu sinni til Akureyrar barn að aldri og bjó þar síðan alla tíð þar sem…

Hendrix (1968-70)

Unglingahljómsveit sem bar nafnið Hendrix starfaði á Siglufirði að öllum líkindum á árunum 1968-70 og hefur væntanlega leikið einhvers konar blúsrokk. Þessi sveit var hugsanlega stofnuð haustið 1968 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Þórhallur Benediktsson gítarleikari, Viðar Jóhannsson bassaleikari og Óttar Bjarnason trommuleikari. Leó R. Ólason orgelleikari bættist fljótlega í hópinn og síðan…

Herecy (2003-04)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem líkast til lék rokk í harðari kantinum, og starfaði á Akureyri á árunum 2003 og 04 undir nafninu Herecy – sveitin gæti hafa starfað lengur en það. Hugsanlega starfaði Herecy innan Menntaskólans á Akureyri, alltént spilaði sveitin á tónleikum innan skólans en einnig víðar um landið s.s. á…

Afmælisbörn 14. febrúar 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Jón Ingi Valdimarsson bassaleikari Greifanna frá Húsavík er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Jón Ingi hefur verið í Greifunum frá upphafi en sveitin gekk fyrst undir Special treatment nafninu. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari fagnar stórafmæli í dag en hann er fertugur. Víkingur nam í Bandaríkjunum og…

Afmælisbörn 13. febrúar 2024

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Aðalsteinn Ísfjörð (Sigurpálsson) harmonikkuleikari og múrarameistari hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 2022. Aðalsteinn sem var Húsvíkingur kom víða við á sínum ferli sem harmonikkuleikari, gaf út sólóplötur og í samvinnu við aðra, og lék með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þar má nefna…

Afmælisbörn 12. febrúar 2024

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni dýralækni…

Afmælisbörn 11. febrúar 2024

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um tvö afmælisbörn tengd tónlistargeiranum: Berglind Björk Jónasdóttir söngkona er sextíu og fimm ára í dag. Hún er ein þriggja Borgardætra en hefur að auki sungið með hljómsveitum eins og Snillingunum og Saga Class. Söng Berglindar er að finna á plötum fjölmargra listamanna s.s. Geirmundar Valtýssonar, Guðrún Gunnarsdóttur, Rúnars Þórs,…

Afmælisbörn 10. febrúar 2024

Tvö afmælisbörn koma við sögu í dag: Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur og Boogie knights svo fáeinar séu tíndar…

Afmælisbörn 9. febrúar 2024

Og enn eru það afmælisbörn dagsins á skrá Glatkistunnar: Egill Ólafsson tónlistarmaður er sjötíu og eins árs í dag. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum sveitum eins og 3to1, Tamlasveitinni,…

Afmælisbörn 8. febrúar 2024

Afmælisbörnin eru fimm talsins í dag: Fyrstan skal nefna Jónatan Garðarsson tónlistarséní sem er sextíu og níu ára gamall en hann hefur verið viðloðandi tónlist í áratugi með einum og öðrum hætti. Hann hefur verið í hljómsveitum, samið lagatexta, skrifað um tónlist, komið að félags- og réttindamálum tónlistarmanna og er það sem almennt er kallað…

Helgi og hljóðfæraleikararnir (1987-)

Eyfirska pönksveitin Helgi og hljóðfæraleikararnir eiga sér langa og merkilega sögu, og útgáfusögu reyndar einnig. Margt er á huldu um sögu þessarar neðanjarðarsveitar því heimildir um hana liggja á víð og dreif um lendur alnetsins og því erfitt að pússla saman einhvers konar heildarmynd af henni og einkum þegar kemur að mannskap sem komið hefur…

Helgi og hljóðfæraleikararnir – Efni á plötum

Helgi og hljóðfæraleikararnir – Landnám [snælda] Útgefandi: Helgi og hljóðfæraleikararnir / Helgi og hljóðfæraleikararnir Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] / BAB01 Ár: 1991 & 2000 / 2022 1. Inngangur (Andante) 2. Sögumaður (Ópus-5) 3. Knörrinn klýfur öldurnar (Allegrettó) 4. Róið (Andante) 5. Ísland (Grave) 6. Sögumaður II (Ópus.5.) 7. Blót (Elgringo) 8. Veisla (Algoholo) 9. Papar (L-dur)…

Helga Jóhannsdóttir – Efni á plötum

Heyrði ég í hamrinum: kveðandi og þjóðlegur fróðleikur kvenna úr Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu í segulbandasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum – ýmsir Útgefandi: Snjáfallasetur og Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Heyrði ég í hamrinum 2. Dagsins runnu djásnin góð (úr Númarímum) 3. Í vindinn halda vestur för (úr Andrarímum)…

Helga Jóhannsdóttir (1935-2006)

Helga Jóhannsdóttir tónlistarfræðingur var framarlega í söfnun þjóðlegs efnis en fleiri hundruð klukkustundir af slíku efni liggur eftir hana á segulböndum, hún á því stóran þátt í varðveislu þjóðlaga, gamalla sálma og annars eldra tónlistarefnis. Helga Jóhannsdóttir fæddist í árslok 1935 í Reykjavík en bjó um tíma sem barn í Svíþjóð þar sem hún kynntist…

Helgi Steingrímsson (1943-2020)

Helgi Steingrímsson var töluvert þekktur á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, framan af sem hljómsveitarstjóri og gítarleikari ballhljómsveita en síðar einnig sem umboðsmaður. Helgi var fæddur í Reykjavík sumarið 1943 en ólst að miklu leyti upp á Brú í Hrútafirði þar sem foreldrar hans störfuðu sem póst- og símstöðvarstjórar. Það var einmitt þar sem…

Helgi Pétursson [2] (1962-)

Tónlistarmaðurinn Helgi Pétursson var töluvert áberandi í tónlistarsenunni á tíunda áratug liðinnar aldar en hann vakti þá athygli sem organisti, hljómborðsleikari nýbylgjusveita og tónskáld. Helgi Sigurgeir Pétursson (f. 1962) er fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann lærði á orgel og síðan einnig á píanó hjá Steingrími Sigfússyni og Sigríði Schiöth á Húsavík en fór svo…

Helium (2004-05)

Upplýsingar óskast um unglingahljómsveit sem starfaði að öllum líkindum í Kópavogi veturinn 2004 til 05 (og hugsanlega lengur) undir nafninu Helium. Svo virðist sem Bjarki Þór Logason og Viktor Böðvarsson hafi verið meðlimir sveitarinnar en ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri þeir léku, einnig vantar upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan auk starfstíma hennar.

Hell meat (1993)

Rokksveitin Hell meat var meðal hljómsveita sem komu fram á tónleikum í Faxaskála sumarið 1993 sem þar voru haldnir á vegum óháðu listahátíðarinnar Ólétt ´93. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar hljómsveitar eða hljóðfæraskipan hennar og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum sem og öðru sem viðkemur sveitinni.

Helmut (1984-85)

Veturinn 1984-85 (á að giska) var starfrækt hljómsveit hugsanlega í Kópavogi sem bar heitið Helmut. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Ari Einarsson gítarleikari, Skarphéðinn Þór Hjartarson hljómborðsleikari, Sigurður Halldórsson bassaleikari og Birgir Baldursson trommuleikari. Sveitin gæti hafa starfað innan Menntaskólans í Kópavogi en hún lék m.a. í hæfileikakeppni sem haldin var á skemmtistaðnum Safari um…

Hello Norbert! (2004-07)

Hljómsveitin Hello Norbert! var nokkuð áberandi í indírokksenunni snemma á nýrri öld. Sveitin var líklega stofnuð árið 2004 í Breiðholti og var farin að koma fram á tónleikum þá um haustið, m.a. á Frostrokk tónleikunum svokölluðu. Vorið eftir (2005) var Hello Norbert! meðal þátttökusveita í Músíktilraunum, komst upp úr undanúrslitunum sem haldin voru í Tjarnarbíói…

Hellix (2001)

Hljómsveitin Hellix var starfrækt á Siglufirði árið 2001 en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum úr Grunnskóla Siglufjarðar. Meðlimir sveitarinnar voru Sturlaugur Fannar Þorsteinsson gítarleikari, Gunnar Ragnarsson bassaleikari og Birkir Már Ingimarsson trommuleikari, jafnframt söng kennari þeirra við skólann Þórarinn Hannesson með sveitinni þegar hún kom fram.

Helvík (1999)

Finnsk-íslenski dúettinn Helvík starfaði um nokkurra ára skeið undir lok 20. aldar en kom þó ekki fram opinberlega fyrr en haustið 1999 þegar hann lék á tónleikum í Kaffileikhúsinu en í umfjöllun um tónleikana var tónlist Helvíkur skilgreind sem teknódjass. Meðlimir dúettsins voru þeir Kristján Eldjárn gítarleikari og Samuli Kosminen slagverksleikari en þeir höfðu kynnst…

Afmælisbörn 7. febrúar 2024

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins en öll eru þau látin: Gylfi Þ. Gíslason tónskáld og stjórnmálamaður (1917-2004) hefði átt þennan afmælisdag en hann samdi sönglög sem mörg hafa komið út á plötum. Hann samdi m.a. lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar sem margir þekkja, t.d. Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, og Lestin brunar. Þorvaldur Steingrímsson…

Afmælisbörn 6. febrúar 2024

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og sex ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Skráning hafin fyrir Músíktilraunir

Músíktilraunir Hins hússins fara fram í Norðurljósasal tónlistarhússins Hörpu í næsta mánuði en keppnin hefur verið haldin árlega nánast óslitið frá árinu 1982 þegar hljómsveitin DRON bar sigur úr býtum. Fjölmargar þekktar hljómsveitir hafa sigrað tilraunirnar og nægir hér að nefna sveitir eins og Maus, Dúkkulísurnar, XXX Rottweiler, Of monsters and men og Mammút. Í…

Afmælisbörn 5. febrúar 2024

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Halldór Kristinsson (Dóri Tempó) á sjötíu og fjögurra ára afmæli í dag. Halldór var áberandi í íslensku tónlistarlífi í kringum 1970, vakti reyndar fyrst athygli nokkrum árum fyrr með unglingahljómsveitinni Tempó, fyrst sem trommuleikari og síðan bassaleikari, en varð þekktastur með Þremur á palli sem naut fádæma vinsælda.…

Afmælisbörn 4. febrúar 2024

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö afmælisbörn í dag: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir tónlistar- og fjöllistakona er fjörutíu og fimm ára gömul í dag. Hún hefur haslað sér völl sem myndlistamaður m.a. með myndasögum sínum (Lóaboratoríum) en er þekktari í tónlistarbransanum sem söngkona og annar stofnandi hljómsveitarinnar FM Belfast, sem hefur gefið út nokkrar breiðskífur. Þá hefur…

Afmælisbörn 3. febrúar 2024

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Flautuleikarinn Guðrún S. Birgisdóttir er sextíu og átta ára gömul í dag. Guðrún nam flautuleik hjá Manuelu Wiesler hér heima áður en hún fór í framhaldsnám í Noregi og Frakklandi þar sem hún lauk einleikaraprófi, en hún starfaði í París í fáein ár áður en hún kom heim…

Afmælisbörn 2. febrúar 2024

Í dag er einn tónlistarmaður á lista yfir afmælisbörn dagsins: Magnús Baldvinsson söngvari er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Hann hefur mestmegnis alið manninn erlendis, einkum í Evrópu hin síðari ár en áður í Bandaríkjunum þar sem hann hafði verið við framhaldsnám í söng. Magnús, sem er bassi sendi árið 1992 frá…

Afmælisbörn 1. febrúar 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Birgir Örn Thoroddsen (Bibbi Curver) er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Curver sem á sínum tíma kallaði sig „trúbador framtíðarinnar“ hefur mestmegnis starfað í hljóðverum hin síðari ár en áður sendi hann frá sér fjölmargar plötur (og kassettur), t.a.m. „mánaða-plöturnar“ og plötuna Sjö. Hann hefur…

Helga Ingólfsdóttir (1942-2009)

Helga Ingólfsdóttir var brautryðjandi með ýmsum hætti þegar kemur að flutningi barrokk tónlistar hér á landi, hún var t.a.m. fyrstur Íslendinga til að nema semballeik og átti stóran þátt í að koma tónlistarhátíðinni Sumartónleikar í Skálholti á koppinn en þar hefur barrokk tónlistinni verið gert hátt undir höfði alla tíð. Helga var jafnframt fyrst Íslendinga…

Hljómsveit André Bachmann – Efni á plötum

André Bachmann – Til þín Útgefandi: André Bachmann Útgáfunúmer: ABS 001 Ár: 1989 1. Til þín (eiginkona) 2. Einhversstaðar 3. Sólarmegin götunnar 4. Amor 5. Komdu (með mér út í kvöld) 6. Bjór á næstu krá 7. Ein á dag 8. Bessame mucho (kysstu mig mikið) 9. Meira 10. Jörðin okkar Flytjendur: André Bachmann –…

Hljómsveit André Bachmann (1984-91)

Það sem kallað hefur verið Hljómsveit André Bachmann er í raun nokkrar og misstórar hljómsveitir, tríó og dúettar undir stjórn André, margt er reyndar óljóst í sögu þeirra og mega lesendur gjarnan fylla upp í þær eyður eftir því sem þurfa þykir. Fyrstu heimildir um sveit undir þessu nafni eru frá árinu 1984 en þá…

Hljómsveit Björns Gunnarssonar (1962-63)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Björns Gunnarssonar en sveitin starfaði á árunum 1962-63, hugsanlega einvörðungu um þann vetur. Þessi hljómsveit lék oftsinnis í Breiðfirðingabúð og var skipuð ungum meðlimum, hljómsveitarstjórinn Björn Gunnarsson var líklega trommuleikari en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu sveitina. Nokkrir söngvarar og söngkonur sungu með henni meðan hún starfaði og…

Hljómsveit bókagerðarmanna (1997)

Fjölmargir tónlistarmenn á árum áður voru lærðir prentarar en þegar Félag bókagerðarmanna hélt upp á 100 ára afmæli sitt vorið 1997 hafði þeim tónlistarmönnum fækkað mjög innan stéttarinnar. Bókagerðarmenn voru þó ekki í neinum vandræðum með að manna stóra hljómsveit þegar afmælisfögnuðurinn fór fram í Borgarleikhúsinu. Það var píanóleikarinn Magnús Ingimarsson sem annaðist hljómsveitarstjórn og…

Hljómsveit Borgarness (1945-52)

Um sjö ára skeið eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari starfaði hljómsveit í Borgarnesi sem ýmist gekk undir nafninu Hljómsveit Borgarness eða Danshljómsveit Borgarness en hún var að öllum líkindum fyrsta starfandi hljómsveitin í bænum. Sveitin var stofnuð haustið 1945 og var tríó í byrjun, það voru þeir Sigurður Már Pétursson píanóleikari, Þorsteinn Helgason harmonikkuleikari og Reynir…

Hljómsveit Björns R. Einarssonar – Efni á plötum

Björn R. Einarsson – Christopher Columbus / Summertime [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 1 Ár: 1948 1. Christopher Columbus 2. Summertime Flytjendur: Björn R. Einarsson – söngur Hljómsveit Björns R. Einarssonar: – Björn R. Einarsson – básúna – [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Brynjólfur Jóhannesson – Áramótasyrpan / Domino [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 11 Ár: 1952 1.…

Hljómsveit Björns R. Einarssonar (1945-64)

Hljómsveit Björns R. Einarssonar á sér langa og merkilega sögu, varla er hægt að tala um hana sem eina hljómsveit þar sem mannabreytingar voru miklar í henni alla tíð auk þess sem fjöldi meðlima var mjög misjafn, allt frá því að vera kvartett og upp í þrettán manns. Töluvert er til varðveitt af upptökum með…

Helgi í Morðingjunum (2007-08)

Lítið liggur fyrir um pönktríóið Helga í Morðingjunum en það var stofnað sumarið 2007 og starfaði í einhvern tíma eftir það, hversu lengi er ekki vitað. Nafn sveitarinnar, Helgi í Morðingjunum vísar til trommuleikara hljómsveitarinnar Morðingjanna – Helga Péturs Hannessonar en að öðru leyti er ekki nein tenging við þá sveit. Sveitin hitaði upp fyrir…

Helgi K. Hjálmsson (1929-2020)

Helgi K. Hjálmsson viðskiptafræðingur var öllu þekktari fyrir önnur störf sín heldur en þau sem sneru að tónlist en þáttur hans í útgáfu tónlistar á Íslandi er þó nokkur. Helgi Konráð Hjálmsson fæddist í Vestmannaeyjum árið 1929, hann fluttist upp á meginlandið árið 1934 eftir að faðir hans lést en móðir hans var Sigríður Helgadóttir…

Helgi Eyjólfsson (1925-2008)

Helgi Eyjólfsson var vel þekktur harmonikkuleikari sem bjó og starfaði mest alla sína tíð á Borgarfirði eystri og nágrenni. Helgi fæddist árið 1925 að Bjargi í Borgarfirði eystri og komst í tæri við tónlistargyðjuna strax á unga aldri en hann var að mestu sjálfmenntaður í tónlist, hans aðal hljóðfæri var harmonikkan en hann hafði þó…

Helgi E. Kristjánsson (1946-2016)

Tónlistarmaðurinn Helgi E. Kristjánsson var einn þeirra sem kom að flestum hliðum tónlistarmarkaðarins, hann var fyrst og fremst hljóðfæraleikari en fékkst við laga- og textasmíðar, útsetningar, upptökur, útgáfu, tónlistarkennslu, skólastjórnun, kórstjórnun og hvaðeina sem snýr að tónlistarflutningi. Helgi var vel þekktur meðal tónlistarfólks en líklega minna þekktur meðal almennings þrátt fyrir að leika með fjölda…

Helga Ingólfsdóttir – Efni á plötum

Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir – Sumartónleikar í Skálholtskirkju / Summer concert in Skálholt Church Útgefandi: Sumartónleikar í Skálholtskirkju Útgáfunúmer: STSK-001 Ár: 1979 1. Sónata e-moll: op.1, nr.1 2. Stúlkan og vindurinn 3. Sumarmál 4. Sónata e-moll: BWV 1034 Flytjendur: Manuela Wiesler – flauta Helga Ingólfsdóttir – sembal Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler – Bach í Skálholti Útgefandi: Sumartónleikar í Skálholtskirkju…

Afmælisbörn 31. janúar 2024

Á þessum degi koma fjölmörg afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent og blaðamann á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd, nú síðast bók um feril Bubba Morthens. Árni er sextíu og sjö ára gamall…

Afmælisbörn 30. janúar 2024

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á…

Afmælisbörn 29. janúar 2024

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Trommuleikarinn Ólafur Kolbeins Júlíusson fagnar í dag sextíu og sjö ára afmælisdegi sínum en hann var þekktur trommuleikari einkum á áttunda áratugnum þar sem hann lék með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Paradís, Eik, Deildarbungubræðrum og Steinblómi en einnig minna þekktum sveitum eins…

Afmælisbörn 28. janúar 2024

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar í dag: Söngkonan Telma Ágústsdóttir er fjörutíu og sjö ára gömul á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000, hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur en áður hafði hún sungið með hljómsveitinni…

Afmælisbörn 27. janúar 2024

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Elmar Gilbertsson tenórsöngvari er fjörutíu og sex ára gamall á þessum degi. Hann er einn af fremstu söngvurum landsins og nam söng í Hollandi en hann hefur starfað þar og víðar í Evrópu. Elmar er líkast til hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í óperunni Ragnheiði en…