Æðruleysi (1989)

Hljómsveitin Æðruleysi var frá Patreksfirði en hún var stofnuð upp úr Rokkkvörninni sem hafði þá starfað um árabil vestra. Meðlimir Æðruleysis voru Sigurður Ingi Pálsson trommuleikari og söngvari, Hilmar Árnason bassaleikari, Gústaf Gústafsson gítarleikari og Stefán Stefánsson gítarleikari og söngvari. Sveitin átti lag á safnplötunni Vestan vindar sem kom út árið 1989 en það var…

Æsir [1] (1973-2003)

Æsir var hljómsveit, lengst af tríó sem starfaði líklega á höfuðborgarsvæðinu í allt að þrjá áratugi en sveitin mun hafa leikið töluvert á héraðsmótum framsóknarmanna á sínum tíma. Sveitin var stofnuð árið 1973 af Hafsteini Snæland sem fékk til liðs við sig Vilhelm Jónatan Guðmundsson hljómborðs- og harmonikkuleikara og Geirharð Valtýsson (Gerhard Schmidt) gítarleikara. Þeir…

Æsir [2] (2006-07)

Hljómsveitin Æsir úr Hafnarfirði var líklega stofnuð 2006. Vorið 2007 keppti sveitin í Músíktilraunum en meðlimir hennar voru þá Gunnar Björn Kolbeinsson söngvari og gítarleikari, Matthías Einarsson bassaleikari, Hreinn Guðlaugsson trommuleikari og Snævar Örn Ólafsson gítarleikari. Torfi Geir Símonarson trommaði eitthvað með bandinu haustið 2007 en ekki er vitað hversu lengi hún starfaði.

Æstistrumpur (1992)

Vorið 1992 var hljómsveit skipuð fremur ungum meðlimum sem bar þetta nafn. Líklegt má telja að nafn sveitarinnar megi rekja til þess að í byrjun þessa sama árs hafði komið upp mál þar sem videóspóla með Strumpunum komst í fjölmiða en hún hafði að geyma svæsið klámefni, í kjölfarið hafði Pressan slegið upp nafninu Æstistrumpur…

Ævintýri (1969-72)

Hljómsveitin Ævintýri var stofnuð 1969 af Arnari Sigurbjörnssyni gítarleikara, Sigurjóni Sighvatssyni bassaleikara og Björgvini Halldórssyni söngvara en Björgvin hafði þá þegar vakið nokkra athygli á söngsviðinu. Þremenningarnir höfðu verið í Flowers sem lagði upp laupana með stofnun Trúbrots og fljótlega bættust í hópinn trommuleikarinn Sveinn Larsson og Birgir Hrafnsson gítarleikari. Sveitin átti upphaflega að heita…