Fiðluleikarinn Theódór Árnason stjórnaði hljómsveit um skamma hríð vorið og sumarið 1917 en í raun var um að ræða sveit sem Poul Bernburg hafði stofnað og stjórnað um nokkurra ára skeið en Theódór tekið við, sveitin gekk undir nafninu Hljóðfærasveit Theódórs Árnasonar.
Hljómsveitin hélt fáeina tónleika um vorið og sumið í Nýja bíói, fyrst var sveitin fjórtán manna er hún lék á tónleikum í maí til styrktar ungri stúlku sem ekið hafði verið á og svo fáeinum dögum síðar til styrktar fátækum listamönnum, en svo á tónleikum í júní á sama stað hafði meðlimum hennar fjölgað í tuttugu og tvo.
Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit en hún hefur að öllum líkindum verið eina hljómsveitin sem þá var starfandi í Reykjavík, og var því væntanlega skipuð helstu hljóðfæraleikurum bæjarins. Líklega hætti hún störfum fljótlega eftir þetta en birtist aftur síðar og þá aftur undir stjórn Poul Bernburg.


