Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum 1970, líklega á árunum 1969 til 1971 en hún sérhæfði sig í gömlu dönsunum og virðist hafa leikið að mestu í Ingólfscafé, hún lék þó eitthvað á árshátíðum, þorrablótum og þess konar samkomum.
Upplýsingar um Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar eru fremur takmarkaðar, Ágúst Guðmundsson var harmonikkuleikari sveitarinnar sem og Garðar Olgeirsson en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar – Björn Þorgeirsson var söngvari sveitarinnar um tíma að minnsta kosti.
Aðrar upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.














































