G.J. tríóið (1961-63)

G.J. tríóið sérhæfði sig í gömlu dönsunum og lék á dansstöðum Reykjavíkurborgar, Ingólfscafé og Silfurtunglinu á árunum 1961-62, einkum yfir vetrartímann. Upplýsingar liggja ekki fyrir um meðlimi tríósins eða hvað G.J. stendur fyrir en söngvarar með sveitinni voru þau Oddrún Kristófersdóttir, Sigurður Ólafsson og Björn Þorgeirsson.

Polkakvartettinn (1968-72)

Polkakvartettinn spilaði á samkomum í Lindarbæ við Lindargötu um árabil en þá staður var einkum kenndur við gömlu dansana. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu Polkakvartettinn eða jafnvel hvort um fleiri en eina sveit var að ræða en kvartettinn starfaði á árunum 1968-72. Björn Þorgeirsson söng stundum með kvartettnum. Allar frekari upplýsingar um Polkakvartettinn má senda…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…

Hljómsveit Garðars Jóhannssonar (1967 – 1979)

Hljómsveit Garðars Jóhannssonar var húshljómsveit í Ingólfscafé um árabil, sveitin var líklega stofnuð 1967 en elstu heimildir um hana er að finna frá því hausti. Næst kemur hún á sjónarsviðið síðla árs 1971 og allt til vorsins 1979 lék hún gömlu dansana fyrir gesti Ingólfscafé. Björn Þorgeirsson var alla tíð söngvari sveitarinnar en undir það…

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar (1958-65)

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar var danshljómsveit af gamla skólanum og lék lengstum gömlu dansana í Þórscafé við mjög góðan orðstír en sveitin var talin ein sú besta í þeim geiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1958 og var að mestu skipuð sömu meðlimum allan tímann, þeir voru Tage Muller píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Jóhannes G. Jóhannesson…