G.J. tríóið sérhæfði sig í gömlu dönsunum og lék á dansstöðum Reykjavíkurborgar, Ingólfscafé og Silfurtunglinu á árunum 1961-62, einkum yfir vetrartímann.
Upplýsingar liggja ekki fyrir um meðlimi tríósins eða hvað G.J. stendur fyrir en söngvarar með sveitinni voru þau Oddrún Kristófersdóttir, Sigurður Ólafsson og Björn Þorgeirsson.