Í ljósaskiptum
(Lag / texti: KK band / Björgvin Gíslason)
Loksins dagur er á enda,
í visku veröld ég vil lenda,
stirðnað brosið er að deyja,
af þessum vegi verð að beygja.
Lifi í draumaheimi
einn og sér.
Í ljósaskiptum líður best,
ég held mig þar kannski
einna mest.
Ég skynja allt í feitum bitum,
hljóð og hlutir skipta litum,
tilveran hæðist að mér,
gef ég henni svona langt nef.
Lifi í draumaheimi
eins og er.
Í ljósaskiptum líður best,
dagsins önnum hef ég
slegið á frest.
Lifi í draumaheimi,
vera í öðrum heimi.
Í ljósaskiptum líður best,
dagsins önnum hef ég
slegið á frest.
Lifi í draumaheimi,
vera í öðrum heimi
allur er á sveimi.
[af plötunni KK band – Hótel Föroyar]