Dagurinn líður

Dagurinn líður
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Hreimur Örn Heimisson, Arnþór Örlygsson og Gunnar Þór Eggertsson)

Dagurinn líður og fjarar út frá mér.
Af hverju ertu ekki hér?
Af hverju ertu ekki hér?

Dagurinn líður enda gerist ekki neitt.
Einn ég sit og hugsa málið,
mér þykir þetta leitt.

viðlag
Því það varst þú
sem læknaðir mín sár.
Það varst þú.
Mitt fyrsta sorgartár.
Það ert þú,
þú ert mitt hjartans mál.
En á endanum dó okkar bál,
en á endanum dó.

Dagurinn líður og tregablandin tár
falla niður kinnar mínar.
Ég er eitt opið sár.

Dagurinn líður, ljósið fallið er mér frá,
ég lifi milli svefns og vöku
í tilfinningadá.

viðlag

Dagurinn líður, nú er komið fram á kvöld,
aldrei slíka finn ég aftur
þó líði ár og öld.

Dagurinn líður og ég horfi í himininn.
Ég skrifa í skýin og ég hugsa:
Hvar er hugur þinn?

viðlag

Dagurinn líður…

[á plötunni Land og synir – Óðal feðranna]