Lifandi inni í mér (Eurovision – Ísland 2023)

Lifandi inni í mér (Eurovision – Ísland 2023)
(Lag og texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Diljá Pétursdóttir)

Ég er tilbúin að sleppa þér
til að hlífa mér.
Þér er frjálst að fljúga hvert sem er.
Hef burðast með þig meira en nóg,
alltaf veitt þér skjól.
Myrkrið það er óvelkomið hér.

Ég tek aftur valdið sem ég gaf þér.
Þú ert ekki lifandi inni í mér.
Þú ert bara skugginn sem enginn sér
og ég sleppi tökunum á þér.

Ho…
Þú ert ekki la-la-la-lifandi inni í mér.
Ho…
Þú ert ekki la-la-la-lifandi inni í mér.

Þetta hér er lokadans
fyrir glundroðann
sem þú tekur með þér er þú ferð.
Ég skipti honum út fyrir
hugrekkið
og ljósið sem ég veit að býr í mér.

Ég tek aftur valdið sem ég gaf þér.
Þú ert ekki lifandi inni í mér.
Þú ert bara skugginn sem enginn sér.
og ég sleppi tökunum á þér.

Ho…
Þú ert ekki la-la-la-lifandi inni í mér.
Ho…
Þú ert ekki la-la-la-lifandi inni í mér.

Ah…
Ekki lifandi inni í mér.
Þú ert bara skugginn sem enginn sér
og ég sleppi tökunum á þér.

Ho…
Þú ert ekki la-la-la-lifandi inni í mér.
Ho…
Þú ert ekki la-la-la-lifandi inni í mér.

[m.a. á plötunni Söngvakeppnin 2023 – ýmsir]